Forsíða Tilkynningar
Frá stjórn
Hvern á að hafa samband við ef eitthvað kemur uppá Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Á aðalfundi húsfélagsins árið 2013 var ákveðið að gera samning við Eignaumsjón hf. Í samningnum felst m.a. að þeir eiga að sjá um dagleg samskipti við íbúa blokkarinnar. Ef eitthvað kemur uppá í húsnæðinu þá er hægt að hafa samband við þá. Þeir eru til húsa á Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík og síminn hjá þeim er 585 4800. Upplýsingar um þá má finna á heimasíðunni þeirra, http://eignaumsjon.is/. Þeir sjá einnig um allt bókhald fyrir húsfélagið þannig að ef það koma upp einhverjar spurningar í sambandi við reikninga þá endilega að hafa samband við þá.

Síðast uppfært: Laugardagur, 01. nóvember 2014 16:12
 
Vantar lykla ? Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Eftir að það var skipt um skrár í eldvarnahurðum í kjallara hefur komið í ljós að ekki allir eru með lykla sem ganga að þeim.

Ef þig vantar lykla, bæði þá sem ganga að hjólageymslum/eldvarnarhurðum og útihurðum, þá hafðu samband við Eignaumsjón hf. Þeir sjá um að hafa samband við Lásahúsið ehf og gefa þeim leyfi til að smíða lykla. Ekki er hægt að fá smiðaða lykla fyrir þessar skrár án þess að hafa samband við Eignaumsjón og fá leyfi. Þegar leyfið er komið þá hefur þú samband við Lásahúsið ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík, 557 5100 og þeir sjá um að smíða lyklana fyrir þig.

Síðast uppfært: Laugardagur, 01. nóvember 2014 15:52
 
Vefpóstföng Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Nú er búið að opna fyrir tvö vefpóstföng sem fólk getur notað til að senda fyrirspurnir og ábendingar á.

Póstföngin eru Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Það er einnig búið að setja upp póstlista þar sem íbúar geta skráð sig sem meðlimi.

Listinn verður notaður til að senda út tilkynningar og upplýsingar til íbúa.

Ef þú ert ekki þegar skráður á póstlitan þá getur þú sent póst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. með beiðni um skráningu.

Stjórnin

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 19. apríl 2012 13:18
 


Professional joomla 1.5 themes by Lonex.