Forsíða Lög og reglur húsfélagsins
Lög og reglur húsfélagsins o.fl. því tengt.
Umgengnisreglur þvottahúss Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

 

 • Athugið vel áður en þvottur er settur í vélarnar, að allir vasar séu tómir - naglar, peningar, nálar og ýmsir aðrir hlutir eru með öllu bannfærðir - annars stöðvast dælur vélanna.

 • Stillið fyrst prógramheilann og síðan rafmagnið. Ef færa þarf prógram færið þá rafmagnið á 0 á meðan.

 • Þegar vélarnar hafa lokið þvotti má ekki opna hurðirnar fyrr en eftir 2 mínútur - annars brotna handföngin.

 • Gangið hreinlega um þvottahúsið - hreinsið þvottaefnisskúffurnar eftir notkun og þvoið gólf.

 • Munið að hreinsa ló úr þurrkaranum.

 • Þvottur má EKKI vera í þvottahúsinu til þurrkunar framyfir tímann, nema með leyfi næsta notanda.

 

 
Umgengni um sorp Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
 1. Sorp skal undantekningarlaust vera í vel lokuðum plastpokum. Ekki má yfirfylla pokana.

 2. Bannað er að setja umbúðir utan af pizzum í rennurnar. Fara skal með þær og setja beint í tunnurnar eða á endurvinnslustöð.

 3. Einnota gler, flöskur og dósir eiga ekki heima í sorpinu heldur á endurvinnslustöðvum.

 4. Öll blöð og tímarit eiga að fara í blaðagám, t.d. við Laugalæk eða á edurvinnslustöð.

 5. Allt annað en venjulegt heimilissorp verður að fara með á endurvinnlustöðvar Sorpu.

 6. Ef pappakössum er hent verður að rífa þá í sundur og setja beint í tunnurnar. Best er að fara með þá á endurvinnslustöð Sorpu.

 7. Hjólageymslur og gangar sameignarinnar eru ekki ætlaðir undir rusl.

 

 

 
Hvaða reglur gilda um tímatakmörk á hávaða í fjölbýlishúsum ? Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

 

Á heimasíðu lögreglunnar má finna fyrirspurn um þetta efni.

Smelltu á krækjuna hér fyrir neðan til að sjá hverju lögreglan svarar.


Hvaða reglur gilda um tímatakmörk á hávaða í fjölbýlishúsum ?
 
Lög um fjöleignahús Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

 

Lög um fjöleignarhús, nr. 26, frá 6. apríl 1994 má finna í lagasafni Alþingis. Smelltu á krækjuna hér fyrir neðan til að sjá lagatextann á heimasíðu Alþingis.

 

Lög nr. 26, 6. apríl 1994

 


 
Húsreglur Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

 

Húsreglur um hagnýtingu séreignar og sameignar í Húsfélaginu Kleppsvegur 2, 4 og 6 og Laugarnesvegur 116 og 118.

1. Óheimilt er án samþykkis allra íbúðareigenda að stunda atvinnurekstur í húsinu enda hafi atvinnureksturinn í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa en áður var og gengur og gerist í sambærilegum húsum, sbr. 5. tl. A-liðar 41. gr laga nr 26/1994 um fjöleignarhús svo og 1. mgr. 27. gr. sömu laga.

Nánar...
 
Fleiri greinar...
«FyrstaFyrri12NæstaSíðasta»

Síða 1 af 2
Professional joomla 1.5 themes by Lonex.