Viðhald á gluggum Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Administrator   
Föstudagur, 03. júlí 2015 17:12

Viðahald og umhirða á opnanlegum fögum á gluggum.

 

Viðhaldtíðni glugga og hurða fer eftr notkun og aðstæðum hverju sinni.

Tæring getur orsakast af ýmsum ástæðum, t.d. sýrur, loftmengun o.s.frv. sérstaklega þarf að huga að lömum og skrám í gluggum og hurðum á svæðum í og við iðnaðarhverfi, við miklar umferðagötur og síðast en ekki síst á svæðum nálægt sjó. Í þessum tilfellum þarf að smyrja skrár og lamir oftar en á öðrum stöðum.

Skrár og lamir þarf að smyrja eftir þörfum, eða minnst tvisvar á ári. Smyrja skal með sýrulausri olíu, teflon spreyi eða feiti á alla núninsfleti. Ekki nota WD40 sprey því það hentar ekki á þau efni sem eru í gluggunum. Best er að nota teflonspray eins og t.d. Interflon Fin Super sem hægt er að kaupa hjá Kemi ehf.

 

Síðast uppfært: Mánudagur, 15. maí 2017 13:22