Húslög Prentvæn útgáfa

 

HÚSLÖG

Fyrir Kleppsveg 2-4-6 og Laugarnesveg 116-118

1.  Gr

Félagið heitir Húsfélagið Kleppsvegur 2-4-6 og Laugarnesvegur 116-118. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2.  Gr

Tilgangur félagsins er að koma á og viðhalda góðum sambýlisháttum í fjölbýlishúsinu Kleppsvegi 2-4-6 og Laugarnesvegi 116-118 í Reykjavík, annast sameiginlegan rekstur hússins, viðhald þess, umbætur þær á húsi og lóð sem eru nauðsynlegar hverju sinni og vera málsvari húseigenda út á við.

 

3.  Gr

Það er réttur og skylda allra þeirra, sem eiga íbúð í þessu fjölbýlishúsi, að ganga í félagið og taka á sig skuldbindingar af sameigninni í réttu hlutfalli við eignarhlut sinn og hlíta reglum og fyrirmælum, sem gilda hverju sinni og samþykktar eru á lögmætan hátt á félagsfundi.

4.  Gr

Aðalfundur félagsins skal haldinn ár hvert fyrir lok aprílmánaðar. Stjórnin skal boða til funda, skriflega, með minnst 8 og mest 20 daga fyrirvara. Vilji eigandi fá mál tekið fyrir og til afgreiðslu á aðalfundi skal hann greina stjórninni frá því skriflega með þeim fyrirvara að unnt sé að geta þess í fundaboði. Búi félagsmaður ekki í húsinu skal hann tilkynna húsfélaginu heimilisfangið sem senda skal fundarboðið til, óski hann eftir að fá það í hendur.

5.  Gr

Á aðalfundi skulu tekin fyrir eftirfarandi mál:

1. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.

2. Ársreikningar lagðir fram til umræðu og samþykktar.

3. Kosning formanns.

4. Kosning fjögurra stjórnarmanna.

5. Kosning fjögurra varamanna til stjórnar.

6. Kosning tveggja endurskoðenda.

7. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta starfsár.

8. Ákvörðun húsgjalda.

9. Mál sem tiltekin eru í fundarboði.

10. Önnur mál.

6.  Gr

Stjórn húsfélagsins, sem skipuð er fimm íbúðareigendum, er kosin á aðalfundi ár hvert. Formaður er kosinn sérstaklega. Ennfremur er kosinn einn fulltrúi fyrir hvert stigahús í Kleppsvegarálmu og einn fyrir Laugarnesálmu og á sama hátt fimm varafulltrúar. Stjórnin skiptir með sér verkum. Kjörtímabil stjórnar er eitt ár á milli aðalfunda.

7.  Gr

Stjórnin fer með sameiginleg málefni húsfélagsins milli funda og sér um framkvæmd viðhalds og rekstur sameignarinnar og öll önnur sameiginleg málefni í samræmi við ákvæði laga um fjöleignahús, önnur lög og samþykktir og ákvarðarnir húsfunda. Stjórn húsfélagsins er jafnframt rétt og skýlt að taka hvers kýns ákvarðanir sem lúta að venjulegum, daglegum rekstri og hagsmunagæslu vegna sameignarinnar. (Sjá 69. og 70. gr. laga um fjöleignahús nr. 26 frá 6. apríl 1994).

8.  Gr

Gjöld til hússjóðs skulu ákveðin á aðalfundi húsfélagsins. Hússjóður getur bæði verið rekstrar- og framkvæmdasjóður. Rekstargjöld skiptast að jöfnu eða eftir stærð eignarhluta skv. fyrirmælum laga nr. 26/1994 um fjöleignahús.

9.  Gr

Almennir húsfundir skulu haldnir í samræmi við ákvörðun fyrri fundar, þegar stjórnin telur nauðsynlegt og þegar þess er skriflega krafist af fjórðungi félagsmanna, sem skulu jafnframt tiltaka þau málefni sem þeir vilja fá rædd og afgreidd.

Húsfund skal boða tryggilega með minnst fjögurra og mest 20 daga fyrirvara.

Á húsfundum öðrum en aðalfundi skal fjalla um mál sem tiltekin eru í fundarboði. Hver félagsmaður á rétt á að fá ákveðin mál tekin fyrir til umræðu enda hafi verið getið um þau í fundarboði.

10.  Gr

Um atkvæðagreiðslu og vægi atkvæða félagsmanna við ákvarðanatöku gilda reglur 39. – 42. gr. laga um fjöleignahús nr. 26/1994.

11.  Gr

Húsfundi er stjórnað af formanni húsfélagsins en ef hann er ekki viðstaddur velur fundurinn sjálfur fundarstjóra. Fundarstjóri skal sjá um að haldin sé fundargerðarbók um meginatriði sem tekin eru fyrir og allar ákvarðanir sem teknar eru og hvernig atkvæði hafa fallið. Fundargerðin skal lesin upp í lok fundar.

12.  Gr

Stjórn húsfélagsins skal semja og leggja fyrir húsfund til samþykktar, samkv. 74. gr. fjöleignahúsalaga nr. 26/1994, húsreglur um hagnýtingu séreignar og sameignar að þvi marki sem lög leyfa. Til samþykktar slíkra reglna nægir atkvæði einfalds meirilhluta fundarmanna, sbr. 1. Tl. C- liðar  41. gr. sömu laga.