Húsreglur Prentvæn útgáfa

 

Húsreglur um hagnýtingu séreignar og sameignar í Húsfélaginu Kleppsvegur 2, 4 og 6 og Laugarnesvegur 116 og 118.

1. Óheimilt er án samþykkis allra íbúðareigenda að stunda atvinnurekstur í húsinu enda hafi atvinnureksturinn í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa en áður var og gengur og gerist í sambærilegum húsum, sbr. 5. tl. A-liðar 41. gr laga nr 26/1994 um fjöleignarhús svo og 1. mgr. 27. gr. sömu laga.

 

2. Óheimilt er að halda hunda og ketti í húsinu nema að fengnu samþykki allra íbúðareigenda, sbr. 13. tölulið A-liðar 41. gr laga nr. 26/1994.

3. Hjólbarða má ekki geyma í hjóla- og barnavagnageymslum né á göngum eða í öðrum gangvegi.

4. Íbúar skulu ganga þriflega um hús og lóð. Engu má varpa út um glugga né af svölum hússins. Útidyr skulu læstar svo og hurðir í kjallara sem tilheyra sameigninni. Ljós skulu ekki látin loga umfram nauðsyn vegna starfa og umgangs. Skófatnað og aðra muni skal ekki hafa á stigapöllum, í þvottahúsum né á sameiginlegum göngum. Hjól og sleða skal ekki fara með um forstofudyr. Forðast skal háreysti á stigagöngum. Börn skulu ekki vera þar að leik. Sama gildir um kjallaraganga og sameiginleg geymsluherbergi.

5. Með afnot af þvotta- og þurrkhúsum skal fara eftir þeim reglum sem settar verða. Ganga skal hreinlega um þvotta- og þurrkhús. Notanda er skylt að hafa fjarlægt þvott sinn úr þurrkhúsi innan þess tíma er reglur tilgreina.

6. Eingöngu skal setja heimilissorp í lokuðum pokum í ruslatunnur. Annað sorp skal fara með á gámastöðvar.

7. Á svölum hússins má viðra fatnað og annað þess háttar en ekki gólfteppi og dregla. Minni háttar þvott má þurrka á svölunum og þess sé gætt að sem minnst beri á honum. Þvottinn má ekki hafa uppi að staðaldri. Þegar svalagólf eru hreinsuð skal gæta þess að óhreinindi falli ekki niður af svölunum. Bannað er að fóðra fugla af svölum.

8. Óheimilt er að leggja ökutækjum á gangstéttir, sbr. 2. mgr. 27. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Bifreiðaeigendur geta átt von á að þau verði fjarlægð.

9. Tóbaksreykingar eru bannaðar í öllu húsrými í sameign fjöleignarhúsa, sbr. 9. gr. Laga nr. 94/1984 um tóbaksvarnir.